Liðin

 

Jæja þá er formlegri drætti í lið lokið þar sem móðir okkar dró blindandi úr nöfnunum okkar og eru liðin eftirfarandi:
lið 1: Thelma, Guðrún, María Lena, Sara og Unnur
lið 2: Eva, Rós, Rebekka, Freydís, Arna

Leggjum við auðvitað til að liðin spjalli saman og undirbúi furðuföt fyrir æfinguna á morgun og stragetera ;)

Sjáumst eldferskar á morgun :)

PLANIÐ!

Æfingar næstu daga: föstudagur kl 18:00 á fellavelli, laugardagur kl 18:30 á vilhjálmsvelli, sunnudagur kl 18:30 á vilhjálmsvelli, leikur á mánudaginn kl 19:00 á vilhjálmsvelli, æfing miðvikudagur kl 20:00 og æfing á fimmtudag kl 20:00 svo Reykjavíkurferð!

Laugardagurinn

Furðufataæfing, teymin tala sig saman

Vító og æfing á fögnum eftir æfingu

Haldið í Bjarnadal þar sem liðakeppni fer fram í strandblaki, tennis og kubb :)

Allir í sturtu í hettunni tapliðið fer í ÍSBAÐ!! ;) Gera sig fínar eftir shower

Borða saman í hettunni og hitað upp fyrir tjúttið :D

Dönsum af okkur rassgatið á DJ óla geir og Haffa haff :D

MARKMIÐ: Ná okkur í 6 stig út úr seinustu þremur leikjunum! Mæta 100% á allar æfingar og leggja sig fram með gleði í hjarta :)

Hittingur

Jæja þá er komið að kósíkvöldi í Hettunni! :)

Mæting kl 19:30 og hvetjum við allar til að mæta sem vilja klára þetta tímabil með stæl!

Heyrst hefur að það verða veitingar á boðstólnum jafnvel eitthvað heimagert gúmmilaði ;)

Sjáumst eldferskar!

Húsnúmerahappdrætti

Þá er komið að því að selja húsnúmerahappdrættismiða!

Það þurfa allar að selja og er búið að skipta í tveggja manna hópa og þið getið byrjað strax í dag ef þið viljið og haft þá samband við Vidda í síma: 8659530 eða komið við uppí hettu og sótt ykkar miða!

Við þurfum að skiptast á með posann til að þetta gangi upp þannig að það er best að byrja sem fyrst að selja miðana, og þarf að fara aftur í þau hús sem fólk er ekki heima. Skrá þarf vel á aukablöðin.

Æfingar

Æfing í dag (fimmtudag) kl 20 á Vilhjálmsvelli

Æfing á morgun föstudag kl 18 á Vilhjálmsvelli (ath breyttur tími!)

Frí á laugardaginn

Leikur á móti Fjölni kl 14 á Vilhjálmsvelli

Látið berast :)

Næsta vika

Æfing kl 18:30 á fellavelli í dag þriðjudag

miðvikudagur frí

æfing kl 18:30 á fellavelli á fimmtudaginn

æfing kl 20 á fellavelli á föstudaginn

frí um helgina

æfing kl 20 á mánudaginn á vilhjálmsvelli!!

leikur á móti sindra á höfn! Mæting kl 15:30 fyrir utan hettuna :)

Allar að vera duglegar að mæta á æfingar þar sem við ætlum að vinna næsta leik!!

Síðasti séns að skila vinningunum fyrir húsnúmera happdrættið á æfingu á morgun!! 

Æfing í dag!

Æfingin sem er í dag (12.júlí) verður á vilhjálmsvelli kl 20 látið berast :)

æfing í dag!

Æfing verður í dag (08.07) kl 18:30 á Fellavelli!

Látið berast :)

Breyting á æfingum!

Æfingin sem átti að vera í dag þriðjudaginn 6.júlí verður ekki en það verður æfing í staðinn á morgun kl 20:15 eftir þýskalandsleikinn á Fellavelli!

Endilega látið þetta berast :)

Breyting á æfingu!

Vegna Þristarleiks á Fellavelli er æfingin  sem átti að vera kl 20:00 færð til kl 19:15 á fellavelli!

 Endilega látið það berast :)  

Æfingar næstu daga

Æfingin sem á að vera á morguna kl 20 fellur niður og í staðinn eigum við að hlaupa eftirfarandi prógram á laugardaginn:

5 min. lett ad skokka hitta up vel, tempo cirka 30-40 %

3 min. teygja vel a

8 min. skokka tempo milli 50-60 % hrada ( cirka 3 - 4 hringi)

3 min. teygja vel a

10 min. skokka tempo milli 60-70 % ( cirka 4 – 5 hringi)

5 min. teygja a

12 min. skokka tempo milli 60-70 % ( cirka 6 – 7 hringi)

2 min. teygja vel a

spretta 6×50 metra ( hle milli sprett 30 sek) hle 2 min, 8×30 metra ( hle milli sprett 30 sek) hle 2 min og 10×20 ( hle milli sprett 15 sek),

3 sett – 30 magnaefingar, 30 bakkaefingar og 20 armaefingar, hle milli sett 2 min.

5 min. skokka roleg og teygja vel a

Svo er æfing á mánudaginn kl 20:00 á fellavelli! :)

Breyting á æfingu

Æfing verður í dag (fimmtudagur) kl 18.00 á Fellavelli en ekki kl 20.00 eins og planið var!

Fjarðarbyggð-Höttur

Byrjunarliðið var:

                   Dúfa

Bryndís   Thelma   Eva   Fanndís

Arna   Hugrún   Unnur   Kristín

                Jóhanna

              Magdalena

Eftir aðeins 20 mínútna leik komst Ragga í Fjarðarbyggð ein á móti Dúfu í markinu og varði Dúfa meistaralega en fékk í leiðinni hnéið frá Röggu beint í augað sem leiddi til þess að flytja þurfti hana með sjúkrabíl á Norðfjörð þar sem hún fór í myndatöku og voru saumuð 7 spor í augnlokið á henni! Magdalena fór í markið, og Anna Berglind fór fram.

Kristín komst í nokkur dauaðfæri í leiknum en Petra náði að verja eitt sérstaklega sem við sáum liggja inni! Unnur var meira að segja byrjuð að fagna markinu ;) Undir lok fyrri hálfleiks fengu fjarðarbyggðar stúlkur réttilegt víti sem Petra markmaður tók en Magdalena varði snilldarlega skotið frá henni. 0-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik byrjuðum við ekki nógu vel og fengum við á okkur mark í byrjun hálfleiksins. Eftir markið bættum við í en náðum ekki að nýta færin næginlega vel. Þó undir lokin fengum við aukaspyrna nokkra metra fyrir utan teig sem Bryndís tók beint á markið og Petra varði uppí skeytin en Arna fylgdi á eftir með skalla í netið. Lokatölur 1-1!

Kemur jafnvel nákvæmara og skemmtilegra blogg síðar um leikinn :)

Fjarðarbyggð-Höttur

Byrjunarliðið var:

                   Dúfa

Bryndís   Thelma   Eva   Fanndís

Arna   Hugrún   Unnur   Kristín

                Jóhanna

              Magdalena

Eftir aðeins 20 mínútna leik komst Ragga í Fjarðarbyggð ein á móti Dúfu í markinu og varði Dúfa meistaralega en fékk í leiðinni hnéið frá Röggu beint í augað sem leiddi til þess að flytja þurfti hana með sjúkrabíl á Norðfjörð þar sem hún fór í myndatöku og voru saumuð 7 spor í augnlokið á henni! Magdalena fór í markið, og Anna Berglind fór fram.

Kristín komst í nokkur dauaðfæri í leiknum en Petra náði að verja eitt sérstaklega sem við sáum liggja inni! Unnur var meira að segja byrjuð að fagna markinu ;) Undir lok fyrri hálfleiks fengu fjarðarbyggðar stúlkur réttilegt víti sem Petra markmaður tók en Magdalena varði snilldarlega skotið frá henni. 0-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik byrjuðum við ekki nógu vel og fengum við á okkur mark í byrjun hálfleiksins. Eftir markið bættum við í en náðum ekki að nýta færin næginlega vel. Þó undir lokin fengum við aukaspyrna nokkra metra fyrir utan teig sem Bryndís tók beint á markið og Petra varði uppí skeytin en Arna fylgdi á eftir með skalla í netið. Lokatölur 1-1!

Kemur jafnvel nákvæmara og skemmtilegra blogg síðar um leikinn :)

Leikur á móti Fjarðarbyggð!

Hópurinn á morgun er eftirfarandi:

Dúfa, Eva, Bryndís, Fanndís, Thelma, Unnur, Hugrún, María Emils, María Lena, Arna, Magdalena, Jóhanna, Kristín, Anna, Guðrún, Karítas og Sara Þöll.

Mæting er við Hettuna kl 18:00

Leikurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við alla til að rúnta niður á Eskifjörð og hvetja okkur áfram :)